Andvari - 01.01.1902, Page 148
149
enda meS bröttum hamrabotnum. ísrákir eru aígengar,
en ísaldarruðningur er eigi eins mikill eins og viðmœtti
búast; líklega hafa jöklar ísaldarinnar ýtt mestöllu lausa-
grjóti á undan sér út í sjó, enda er grunnsævi fyrir ut-
an íirðina á allbreiðn svæði og mun mikill hluti lausa-
grjótsins vera jiar niður kominn. Firðirnir, sem snúa
til norðvesturs eru ellaust að mestu leyti myndaðir af
vatnsrennsli, ]k> munu sprungur upprunalega að nokkru
leyti hal’a ráðið stefnu þeirra. Eg hefi áður' fært rök
fyrir ]>ví, að stórar bogadregnar sprungur hafa á
„miogene“-tíma brotið Vestfirði og hefi eg ráðið ]>að af
legu surtarbrands á ýmsum stöðum, af halla blágrýtis-
laga, af sprungum, er enn sjást og af beitum uppsprett-
um. Stærsta brotlínan virðist liggja i boga með aust-
urströnd Isafjarðardjúps og gengur þaðan gegnum fjöll-
in til Arnarfjarðar og Tálknafjarðar og er röð af heit-
um laugum á allri þeirri leið. Innan i þessum boga
liggja þrír minni, milli ytri fjarðanna og má ráða i til-
veru þeirra af surtarbrandslögum, er gengið hafa á mis-
víxl og farið úr skorðum, er landið brotnaði, sumstaðar
sjást sprungur og sumstaðar eru laugar á brotlínunum.
Þegar að er gáð hagar stefna fjarðanna sér eptir þess-
um bogadregnu linum og er það því rnjög sennilegt, að
vatnsrennslið hafi grafið sig niður í sprungurnar í fyrstu
og þannig myndað hinar fyrstu dala- og fjarðarifur,
sem vatn og ís siðan neyddust til að nota eptir hallan-
um, svo þær uxu á mörgum hundruðum alda og urðu
loks að ]>ví, sem nú sjáum vér.
Húnaflói er milli Hornstranda og Skaga (i mílur á
breidd og 14 mílur á lengd inn í Hrútafjarðarbotn. Að-
alflóinn hallast jafnt og þétt út eptir frá mynni Hrúta-
1) Th. Thoroddson: Nogle Iagttagolser ovei' Surtarbrand-
ens geologiske Forhold i det nordvestlige Island (Geol. Fören.
Förhandl. Stockholm XVin. 1896 bls. 114—154).