Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 150
144
Skagi, sem skilur Húnaflóa frá Skagafirði er. mjög
einkennilega myndaður og langyngstur af öllum an-
nesjum á Norðurlandi fyrir vestan Skjálfanda. Þareru
tilti'ilulegá ungar eldmvndanir, móberg, ísaldarbraun og
hnullungaberg, ulit yngra en blágrýtisfjöllin á hinum
öðrum nesjum. Það er allliklegt, að land hafi. sokkið
beggja meginn, því svo er víða þar sem eldsúmbrot hafa
orðið. Skagafjörður er um niynnið 4 mílur á breidd
og 5 míla á lengd; að innanverðu er dýpið 15—20
f., en tveir djúpir álar (30—50 f.) ganga inn beggja
meginn við Hegranes og á hryggnum milli þeirra er
Drangey og 1'/„ mílu út frá henni gengur skerjariið.
Það er eins og álar þessir séu áframhald af hinurn
tveimur rásum Héraðsvatna, er Hegranesið skilur, en
í því eru harðir og ísnúnir blágrýtishryggir. Annars er
botn Skagafjarðar jafnhallandi út eptir. Drangey er úr
móbergi, eins og ströndin á Skaga frá Selvík lil Ketu;
má vel vera, að móbergslög þessi hafi einhvern tíma
verið samanhangandi og að jöklar ísaldarinnar bafi graf-
ið sig niður á nn’Ili og skilið Drangey frá landi. ’ Sjálf
fjarðarlægðin er líklega gömul og mynduð á „tertiera“-
tímanum, liefir hún síðan fyllzt af móbergi og hnull-
ungabergi, sem jöklar og vatnsrennsli hefir borið á braut,
svo fjörðurinn hcíirorðið til í annáð sinn. Smáfirðirnir
yzt á nesinu milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar eru svip-
aðir fjörðum vestra, grafnir niður gegnum blágrýtisfjöll,
þröngir, en þó fremur grunnir. Siglufjörður er flat-
botnaður 15—16 f. djúpur, þó er utar nokkuð grynnra,
8- 9 f. hjá Siglunesi. Héðinsfjörður (5—30 f,) og Ó-
lafsfjörður (7—36 f.) eru jafn aflíðandi út til hafs. Eyja-
fjörður er 8 milur á lengd og 2 mílur á breidd um
mynnið, annars er fjörðurinn mjór, að eins J/4—J/2
míla innan til, víkkar, er utar dregur, eptir því sem fleiri
dalir ganga út að firðinnm. Há blágrýtisfjöll takmarka