Andvari - 01.01.1902, Side 154
148
20 f.) og ]iar í fjarðarmynninu hryggur neðansævar,
sem gengur út frá Hólmatindi. Suðvestur af þessum
tindi er á fjarðarbotni 70 faðma djúp dæld, svo grynnk-
ar aðalfjörðurinn nokkuð (66 f.), en síðan hefst í niiðj-
um firði djúpur áll, er gengur út allan fjörðinn og út
úr honum langt til hafs; áll ftessi er 70—90 faðma
djúpur, en í honum eru jtrjár eða fjórar kvosir alldjúp-
ar (97, 105, 106 f.). Fyrir utan fjarðarmynnið eru
hryggir neðansævar frá Vaftarnestanga til Seleyjar með
30—60 faðma dýpi, en gegnum ])á gengur aðaláll Reyð-
arfjarðar og er hann ]iar 75 faðma djúpur. Fáskrúðs-
fjörður er alldjúpur og hefir ílatan botn (30, 42, 47,
49, 54, 52, 54, 47, 36 f.) og er sjórinn nokkuð grynnri
fyrir utan fjarðarmynnið. Stöðvarfjörður er svipaður í
laginu en dálítið grynnri (20, 23, 26, 30, 34, 29, 20 f.).
Breiðdalsvík er full af skerjum og flúðum, grunn og
mjög misdjúp, brýtur þar opt á stórum svæðum, ]»ví
allstaðar eru nybbur og hrýggir upp úr botninum; marg-
ir af hryggjum þessum eru blágrýtisgangar og ná ]>eir
sumir þvers yiir víkina. Syðstur er Berufjörður, hann
er nærri 3 mílur á lengd og '/2 nn'la á breidd; fjörður
þessi er fremur grunnur, en ])ó hið innra sumstaðar
nokkuð dýpri en að framan, kvosir eru á fjarðarbotni
fyrir utan Skálavík (42 f.) og við Berunes (35—37 f.);.
í fjarðarmynninu er 30 faðma dýpi og þar eru ýms
sker, er gera innsiglinguna torvelda, sérstaklega af ]>ví
]>okur eru hér mjög tíðar.
Ur þessu hætta allar fjarðamyndanir á suðurströndu
Islands, frá Berufirði til Reykjaness, þar eru að eins
grunn lón með aílt öðru eðli og útliti en hinir eigin-
legu firðir. Hafnleysur á suðurströnd íslands og mynd-
un lóna, stendur í nánu sambandi við hina miklu jök-
ulfláka, er þekja hálendið skamnit frá ströndu. Jökul-
árnar bera fram mestu ókjör af sandi, leðju og möl, og