Andvari - 01.01.1902, Qupperneq 157
161
mikill. A Vesffjörðum er hann i Patreksfirði Ifi f., í
Tálknafiröi 1 • í f., í Arnarfirði 40 f., i Dýrafirði 11 f., i
Isafjarðardjiipi 30 f., í Jökulfjörðum 33 f. Á Austur-
landi i Seyðisfirði 17 f., í Reyðarfirði 31 f., í Fáskrúðs-
firði 18 f., í Stöðvarfirði 14 f., í Berufirði 12 f. Dýpt
fjarðaopanna er nokkuð breytileg, á Vestfjörðum 16—27
f., að meðaltali 21 f., en mynni ísafjarðardjúps er þó
rúmir 50 f. Á Austfjörðum er mismunurinn nokkuð
meiri 21—53 f., meðaltal 34 f.; hér er líka stœrsti fjörð-
urinn (Reyðarfjörður) undantekning og langdýpstur,
]ivi í mynninu er hann í miðálnum 75 f. Meðaldýpi
allra þessara fjarða-mynna, að meðtöldum tveim hinum
dýpstu, verður 33 faðmar. Vér höfum séð hér að
framan, að aukafirðir eru ojit hið innra miklu dýpri en
aðalfjörðurinn eða ílóinn, er þeir ganga út í. t þessu
efni éru firðirnir í Barðastrandarsýslu einkennilegastir,
mesta dýpi í þeim er 00 faðmar, en flóinn fyrir utan
er ekki nema 7 — 8 faðmar. Hvalfjörður er 100 faðm-
ar á dýpt, eu mynnið ekki nema 14—15 f- Eins eru
fn'ðir þeir, sem skerast suður úr ísafjai'ðardjúpi dýpri
eu aðalfjörðurinn fyrir utan mynni ]»eirra; Skötufjörður
er t. d. innarlega 80 f. á dýpt, en í mynni ekki nema
27 f. Steingrímsfjörður er 100 f. djúpur> en flóinn
fyrir utan töluvert grynnri o. s. frv.
Dýpt íslenzkra fjarða er miklu minni en dýpt
norskra íjarða, þar er 200- -300 f. dýpi almennt inni í
fjörðum og í Sognsæ hafa menn jafnvel limdið 660
faðma dýpi, en sjórinn fyrir utan þessa firði er eigi
nema 70—100 f. djúpur. Á íslandi er mesta dýpi í
fjörðum rúmir 100 faðmar og sjórinn fyrir utan strend-
urnar 2—3 mílur frá fjarðaropum er vanalega 60—70
faðmar á dýpt. Firðir á Islandi kvíslast reglulega út frá há-
lendinu eptir sörnu lögum, eins og dalir og árfarvegir. Þeir
eru ellaust í fyrstu myndaðir af vatnsrennsli, þannig að