Andvari - 01.01.1902, Síða 163
157
inn er nokkuð grynnri (10- 20 f.). Þó engir firSir
gangi inn í strönd Austur-Skaftafellssýslu eru ])ar þó
þrír langir fjarðarálar á mararbotni, þeir stefna upp að
Hornafirði, Breiðamerkursandi og Skeiðarársandi og eru
auðsjáanlega áframhald hinna stærstu vatnsrása á landi
(Hornafjarðarfljót, Jökulsá, Skeiðará) eða eldri fljóta,
sem runnið hafa á þeini svæðum. Fyrir Suðurlandi eru
engar skorur inn í grunnsævispallinn nema tvær
suður og vestur af Reykjanesi og standa þær ekki í
neinu verulegu samhandi við dali eða firði á landi.
Af þessu stutta yfirliti má sjá, eins og fyrr gátum
vér, að álar eða ræsi skera sig niður í flötinn kringum
land allt og eru þeir víðast hvar í áframhaldi stórra
fjarða, dala og vatnsrása á landi og geislast út frá
hæðahryggjum landsins eins og þeir. Grunnsævis-flöt-
urinn er liklega þakinn láusagrjóti, sandi og möl og
þar sem menn hafa vel kannað djúpið sést, að yfir-
horðið er öldótt og niður í þetta lausagrjót munu djúp-
álarnir að rniklu leyti vera skornir og ef til vill sum-
staðar niður í hið fasta herg, sem undir er. Þessir
íirðir neðansævar eru aö ýmsu ólíkir strandfjörðunum,
])ó þeir séu áframhald þeirra, þeir eru miklu grynnri,
10—30 faðmar, en hinir eru frá hjarghrúnum til botns
300—500 faðmar á dýpt; barmar þeirra eru víðast af-
líðandi, en eigi hvassar brúnir, eins og á strandafjörð-
ununi. Djúpálar þessir ganga allir út á rönd grunn-
sævispallsins og hverfa þar allir hér um hil á 130 faðma
dýpi; en inn til landsins má víðast hvar þræða þá al-
veg upp í firðina. Botnhalli þeirra er optast jafn, og
holur eða kvosir eru þar óvíða.
Þá verðum vér þessu næst að athuga, hvernig þessi
hreiði flötur kringum landið getur hafa orðið til. Menn
sjá það nú við strcndur margra landa og enn betur
sýnir saga jarðarinnar, að hrim úthafsins smátt og smátt