Andvari - 01.01.1902, Síða 169
163
allri myndunarsögu jarðarinnar. A. Geikie ætlar, að
myndun dala þeirra, sem nú eru á Skotlandi hafi byrjað
á tertiera-tímanum og að árnar renni enn víðast í sðmu
farveguin. Blágrýtisfjöllin á Irlandi og Skotlandi eru
að allri byggingu mjög lík fjöllum á íslandi, blágrýtis-
hamraheltin eru alveg eins, og þar eru líka gangar og
innlög úr líparít, gabbró, og granófýr, alveg eins og á
Islandi, þar er líka leir og surtarbrandur milli basalt-
laga o. s. frv. Gosin á Irlandi og Skotlandi hafa hætt
miklu fyr en á íslandi og þess vegna vantar þar hin-
ar seinni eldgosamyndanir, sem til eru á Islandi mn
miðbikið; hið yngra móberg og þussaberg, dóleríthraun
og nýrri hraun eru þar eigi til. Á íslandi hefir eldurinn aldrei
slokknað, hann hefir stöðugt haldizt við fram á vora daga.
Færeyjar eru allar úr blágrýti og standa á fornum
hrimstalli neðansævar, eins og Island, þær hafa auðsjá-
anlcga áður verið samfastar og líklega áfastar við Skot-
land. Blágrýtið skiptist í tvær deildir, eins og á Yest-
fjörðum og eru leirlög með surtarbrandi og mókolum á
milli þeirra: þessar leirmyndanir koma helzt, fram á Su-
derö og Myggenæs og eru 30—50 fet á þykkt. Kolin
færeysku eru eflaust jafngömul ísleniáka surtarbrandinum,
en jurtaför,sem hægt sé að ákveða,hafaþó ekki enn fundiztþar.
Af móbergi er mjög lítið á Færeyjum og gangar
eru ekki nærri eins algengir eins og á Islandi og Skot-
landi. Blágrýtislögin hallast 3—5° í hálfhring, sem er
opinn mót suðaustri; hlágrýtismyndanirnar eru ákallega
þykkar, líklega 12—13 þúsund fet. Sir Archibald Geikie
hefir sumstaðar á Færeyjum fundið sprungur þær og
op, er blágrýtishraunin hafa komið upp um. Dalir,
firðir og sund, hafa að því er A. Hellcond hiiin norski
og James Geikie frá Edinburgh segja, myndazt af ám
fyrir ísöldu og voru eyjarnar þá 2—300 fetum hærri
úr sjó en nú. Árnar liafa runnið til SA. eplir halla
11*