Andvari - 01.01.1902, Page 170
164
úblgrýtisins, en síðan liafa jðklar á ísöldu dýpkað dal-
ina. Jökull lá þá yfir Færeyjum öllum og hefir hann
líklega verið 21—2200 fet á jiykkt; ísrákir ganga niður
af Færeyjum í allar áttir og hvergi hefir þar fundizt ís-
barin steinvala frá öðrum löndum.
A austurströndu Grænlands er blágrýti algengt, en
eigi eru þær myndanir vel kunnar, af þvi þar er svo
ákaflega örðugt að komast að landi og hefir ekki feng-
izt vitneskja um ströndina, fyr en hin síðustu ár. G.
Amdrup fann blágrýti á austurströndinni suður að firð-
inum Kangerdlugsuak á 68° n.br. og þaðan liggur ]>essi
bergtegund, eins og ræma utan i ströndinni alla leið
norður að 75° n.br. Smman til er allstaðar gneis og
granít undir blágrýtinu, en þær bergtegundir eru aðal-
el'ni Grænlands; það er eins og blágrýtislögin hallist upp
að þessu forngrýti. Við fjarðakvíslarnar í Scoresbye-sund
þykknar blágrýtið inli eþtir og fyllir dældir í berg-
tegund þeirri, sem undir er. Margir blágrýtisgangar
hafa brotizl gegnum gneisinn og h'klega heíir mikið af
þessum myndunum eyðzt og borizt lmrtu af vatni ogís.
Norðan við Scoresby-sund eru júralög undir blágrýtinu
og eins norðan við Franz-Joseph’s-fjörð. Allar þessar
eldgosamenjar á austurströnd Grænlands virðast að eins
vera leifar af miklu blágrýtisflæmi, sem gengið hefir
langt á haf út, en er nú sokkið í sæ.
Undir öllu Islandi virðist vera blágrýti, þó það sé
hulið af yngri móbergstegundunum um miðjuna. Blá-
grýtið er á Austfjörðum að minnsta kosti 10 þúsund fet
á þykkt, en eldri myndanir, sem undir liggja, sjást bvergi.
Blágrýtislögin hallast víðast 3—5° inn undir móbergs-
beltið um mitt landið, þó befir blágrýtishellan víða brotn-
að og einstök stykki sigið sérstaklega. Blágrýtisfjöllin á
Islandi bafa þurft afarlangan tima til að myndast; skoði
maður hamrahlíð, sem rís þverlmpíl frá sjó, má opt