Andvari - 01.01.1902, Page 174
168
er það alkunnugt jarðfræbinguni, að stórar landspildur
opt taka að sökkva, ej»tir að eldsumbrot hafa haldizt
um langan tíma. Island losaðist ])á frá öðrum löndum
því landspildurnar á milli sukku í sjó. Þetta hefir þó
ekki orðið allt í einu, það liefir gerzt á löngum tíma,
enda er auðséð á jarðlögum frá miocene og pliocene í
öðrum löndum, að þau tímabil hafa verið mjög löng,
margfalt lengri en ísöldin og tíminn síðan hún var. ís-
land var nú orðið sérstakt land, en þó miklu stærra en
nú, landið náði þá út á rönd brimstallsins, þar sem 100
faðma dýptalínan er dregin og var 6—800 fetum liærra
úr sjó. 011 eldgos voru þá liætt i hinum löndunum, á
Irlandi, Skotlandi, Færeyjum og Gramlandi, en eldsum-
brotin héldust á Islandi. A hrothnum þvers yfir Island
frá Reykjanesi til Langaness og langt í haf út á háðar
hliðar urðu um langan tíma á pliocone stórkostleg eld-
gos og þussabergið og móbergið myndaðist; síðan hafa
eldsumhrot ekki hætt á þessum sömu línum, þó mikið
hafi dregið úr aíli þeirra. A sömu jarðöld braut sjór-
inn smátt og smátt af landinu, meðan það seig hægtog
hægt og grunnsævisflöturinn myndaðist, sem fyr var
getið. Idinar einustu sæmyndanir með skeljum, sem til
eru frá þeim tíma, eru bakkarnir ii Tjörnesi; meðal skelja
þar eru ýmsar tegundir frá Ameríku, sem sýna, að heit-
ir straumar þaðan að sunnan hafa náð til Islands og
að opinn sjór hefir verið fyrir Norðurlandi milli íslands
og Grænlands.
A vesturströnd Tjörness eru leirbakkar við sjó 200
—250 feta háir, en austan á nesinu eru blágrýtisfjöll
og liallast lög þeirra inn undir þessar nýrri myndanir.
I Hringvershvilft er surtarhrandur í 5 lögúm og 4 lög
utar; hjá Hallbjarnarstöðum er urmull af skeljum í
hökkuin fyrir neðan hæinn, og ofan á þeim er ísaldar-
ruðningur.* O. Mörch nafnkunnur danskur skeljafræð-