Andvari - 01.01.1902, Qupperneq 178
172
lög hafi fundizt moh dýra- og jurtaleifum, er sýna ah
löndin J)á hafa verið íslaus og grasi gróin. Nokkur
rök hafa menn fundið fyrir slíku í suðlægari löndum t.
d. í Englandi og Þýzkalandi og jafnvel í Svíaríki, en
alll ])ví viðvíkjandi er enn á mikilli huldu og ágreining-
ur meðal vísindamanna um, hvernig skuli skilja og skýra
liina einstöku fyrirburði. Helgi Pétursson lieíir allvíða
á Islandi ofan til í móberginu fundið ísnúna steina og
braun og bendir Jiað á miklar breytingar á jöklum ís-
aldarinnar, skriðjöklar liafa horfið á stærri og minni
svæðum og gengið svo fram aptur, en eigi er
]>að næg sönnun fyrir íslausum millirúmum um land
allt. Það er eigi undarlegt, ])ó breytingar á -skriðjökl-
um og umbyltingar liaíi verið' tíðar á landi, þar sem
eldsumbrot voru jafnmikil, og enn sjáum vér, hve mik-
inn usla jökulhlaupin gera. Enn ])á eru miklir jöklar
á Islandi, sem kunnugt er, enda eru öll skilyrði fyrir
]>ví, að jöklar haldist, landið liggur út i reginhaíi norð-
ur undir heimskautsbaugi, Ioj)tslag er hráslagalegt og
saggasamt, svo alltaf er nóg efni til ísmyndunar; sum-
staðar ganga skriðjöklar niður undir sjó og snælínan
liggur á útkjálkum mjög neðarlega, ]tar haldast sum-
staðar stórir skaflar árum saman rétt niður undir fjöru-
máli. Enn ])á hráslagalegra hlýtur loptslagið að hafa
verið á isöldinni, svo mjög lítil líkindi eru til ])ess, að
jíiklar hafi ])á nokkurn tíma albráðnað af landinu.
Norðurhafið hlýtur að hafa verið fnllt af hafísum og
ísaþökur og úrkoma hefir haldið jöklunum við, jafnvel
]ió lopthitinn liafi töluvert stigið. Það eru því lítil lík-
indi til ])ess, að Island liafi verið íslaust eða að flestir
jöklar hafi bráðnað af ]>ví nokkurntíma á ísöldinni.
Sumir jarðfræðingar hafa haldið ]iví l'ram, að Norð-
urlönd hafi á ísöldu verið miklu hærri en nú, jafnvel
0000 fetum hærri eða meir; ætla þeir, að ])á hafi verið