Andvari - 01.01.1902, Page 180
174
ísöldu, cn á miogené-tímanum var ]iar samanhangandi
land, eins og fyr hefir verið getið. Allt útlit er til ]>ess,
að Island hafi rélt fyrir ísöldu haft hér um hil sömu
stærð og líkt landslag, eins og nú; móbergshéruðin hafa
])ó að öllum líkindum tekið nokkrum breytingum.
Fjarðadýptir á íslandi benda heldur ekki á mikla land-
hækkun, firðirnir eru tiltölulega grunnir og landið ])arf
eigi þeirra vegna að hafa verið meir en 2—300 fetum
hærra en nú, og þó nú ísinn hefði átt hlutdeild í mynd-
un fjarðaálanna á grunnsævis-tletinum, sem er mjög ó-
liklegt, ])á þyrfti landið þó eigi að hafa verið meir en
0—700 fetum hærra en nú. Eg þekki ekki nokkra
sönnun fyrir landbrú milli íslands og Grænlands á ís-
öldu, sem nokkra þýðingu hefir.
Á „Ingólfs“ leiðangrinuin danska 1895—96 fundust
víða milli Islands og Jan Mayen á miklu dý])i skeliar,
sem annars eru vanar að lifa við strendur og í grunn-
um sjó. Sumir töldu þetta sönnun fyrir mikilli land-
hækkun á ísöldu, en ]>að sannar að minu úliti ekkert;
ef það sannar nokkuð sýnir það að eins, að stórt svæði
aí sævarhotninum hefir sígið og mætti það vel vera,
því botninn milli Islands og Jan Mayen hlýtur að vera
mjög eldbrunninn og eldsprungurnar íslenzku ganga þar
líklega eptir sævarbotni, eins og fyr hefir verið á drep-
ið. Dýrafræðingurinn A. C. Joliansen hefir líka sýnt
fram á, að skeljar af grunnum vel geta dreifzt yfir
djúpin með hafís og straumum og hafa fundizt mjög
viða langt frá landi, víðsvegar um alll Atlantshaf; hinn
mikli rekís á ísöldu hlýtur h'kn að hafa borið rneð sér
urmul af grjóti, möl, leir og skeljum og dreift þessu
yfir djúpið. Skeljafundur þessi á Ingólfs-leiðangri hefir
því ekki mikið sönnunarafl til að sýna ísaldar land-
hækkun á þessum svæðum.
Vér setjum hér að lokum aðalefni hugleiðinga