Andvari - 01.01.1902, Síða 181
175
þessara um myndunarsögu íslauds. A mio§ene-tímabil-
inu miðju var Island partur af landbálki miklum, er
náði yfir Atlantshaf frá Skotlandi til Grænlands. Þessi
landabrú um hafið þvert var eldl)runnið hálendi, myndað
af ótal hraungosum og höfðu hraunin runnið úr sprung-
um og gígaröðum. Hálendi þetta, sem var 10—12 þús-
und fet á hæð, brotnaði á seinni hluta mio§ene-tímans
og tók að sökkva; þá varð ísland viðskila við önnur
lönd og hefir síðan verið eyland í miðju hafi. í fyrstu
var ísland ])ó stærra en nú, náði á alla vegu mörgum
mílum lengra á haf út. A pliocene-timanum hélt land-
ið áfram að síga, en það geklc þó hægar; á því tíma-
bili braut sjór og brim breiða rönd utan af landinu og
grunusævisflötur, sem takmarkast af 100 faðma dýpi,
myndaðist. Þessu mikla smíði var að öllum líkindum
lokið á tímabili því, er jarðfræðingar kalla „RedGrag“.
A pliocene tók miðbik landsins að sökkva enn ákafar
og stórar sprungur mynduðust yfir landið ]>vert fvá SV.
til NA.; úr sprungum þessum urðu ógurleg eldsumbrot
og móberg og þussaberg myndaðist; gosin héldust á
hinum sömu brotlínum um ísöld fram á vora daga.
Framan af voru i'iskugos tíðust, en síðan urðu hraunin
almennari, fyrst grásteinshraun og síðan blágrýtishraun.
Þegar öskugosin, sem mynduðu móbergsbeltið á „plio-
cene“, byrjuðu, var þegar myndað nokkuð af brimílet-
inum. Síðan á „miocene“ hefir Island verið að smá-
síga, en afstaða sjóar lil landsins hefir síðan um lok
„pliocene“ verið nokkuð breytileg, hæst hefir sjóarílötur
verið 250 fet yfir og lægst 800 fet undir fjörumáli, sem
nú er. Seinast á „j»liocene“ eða um það leyti, sem
fyrstu drög ísaldar byrjuðu, var landið 800 fetum hærra
en nú og brimflöturinn kringum strendurnar þurt land;
]>á mynduðust ræsi ])au út af fjörðunum, sem nú eru
á mararbotni. Þegar jöklar uxu að mun reis sævarflötur