Andvari - 01.01.1902, Síða 194
188
Þeir menn ■seiu börðust fremst, með trciustri trú,
til takmarhs þess, sem loks er fœrt að ná,
þeir eru horfnir heim um glœsta brú
og heiður þeirra einn nú dvelst oss hjá.
En andar þeirra horfa og hlusta á
hvert hjartaslag, sem snertir þeirra starf.
Þeir benda þjóð að falla ekki frá
né fyrirgjöra nú svo dýrum arf,
en muna hvað hún vcir og livað hún er og þarf.
Þjer Islands synir muna megið eitt,
að móðir vor á rjett, sem ei má hrjá.
Hvers einstaks vild ei vega má þar 'neitt
nje vinsemd, óvild, basl nje hokursstjá.
Allt slíkt er smátt, en mikil, helg og há
er hugsjón þjóða: Framtið œttarlands —
að gangi’ ei þrcdar gröfum feðra á
en göfgist mðjar manni frá til manns,
i fullri frelsislausn en viðjum bróðurbands.
Þér Islcmds göfgu mœður, meyjar, fljóð,
sem mest og tryggast geymduð Ijóð og sögn,
sem þakka má, að ísland enn á þjóð,
og íslenzkt mál ei fallið er í þögn —
nú glæðið, eggið öll hin beztu mögn,
sem eru til í hjarta þjóðar enn,
svo komi að gagni sjerhver ástar-ögn
tit cettarlands, og synir, brceður, menn
nú fytkist í þann flokk, að riettur sigri senn.
Kom nýár! kom þú heilt til starfs og stríðs,
og steyptu ötlum myrkravöldum lági,
en leið til sigurs rjettinn lands og lýðs
og lát hið sanna- birtast opinskátt.
Kom gef þú sljóvum vitja, veikum mátt,
en veittu fyrst og fremst að skynja rjett,
svo þor að fytgja rjettu’ og horfa hátt
og hika’ ei við það mark, sem vel er sett.
Þá loks með sigri og scemd skal stríði löngu Ijett.