Draupnir - 21.06.1891, Page 3
Formáli.
|>ar eð jeg hefi orðið að verja mestum tíma mín-
nm við kennslu og önnur störf, hefi jeg ekki haft
tóm til að|semja sögu Jóns biskups Vídalíns, svo sem
jeg hafði ætlað mjer og ætla mjer enn, og verð jeg
því að gefa þann part ársrits þessa fyrr út, sem jeg
ætlaði að hafa síðar.
Svo sem jeg tók fram í boðsbrjefinu, verður
annar helmingur ritsafns þessa af blönduðu inni-
haldi. J þessu hepti eru tómar þýðingar, nema
1 saga (»Seint fyrnist forn ást«) er frumsamin. I-
því byrja jeg á að gefa út Styrjaldar sögu Gyðinga-
þjóðar eptir sagnaritarann Flavíus Jósefus (f. 37 e.
Kr.), er var sjónarvottur að eyðingu Jerúsalems-
borgar. Sii saga hefir eigi fyrr verið gefin út á
íslenzku. Auðvitað koma að eins út af henni
nokkurar arkir á ári, því að sagan er alllöng.
|>essarri söguhefir sagnfræðingurinnGísli Ivonráðs-
son (f 2. jan. 1877) snarað á islenzku af dönsku
máli eptir þýðingu Andrjesar Sireirerssonar, og eru
athugasemdirnar, sem Gísli hefir og þýtt, eptir
hann. Hitt allt hefi jeg íslenzkað úr dönsku og
ensku máli.
Ef jeg get komið því við, læt jeg barnasögur
þær, er jeg hefi heitið, koma út jafnhliða þessu