Draupnir - 21.06.1891, Page 4
IV
liepti. Næsta hepti (Jón biskup Vídalín) verður
prentað að vori komanda.
Með þessu hepti eru þá áframhaldandi rit mín
byrjuð, og þarf jeg ekki að segja lesöndum mín-
Um, að jeg mun leggja allt kapp á, að þau verði
góð og nýtileg, og svo sem gullhringurinn »Draupnir#,
er Óðinn lagði á bál Baldurs, sonar síns, hafði
síðan þá náttúru, að hina níundu hverja nótt
drupu af honum átta gullhringar jafnhöfgir, svo
vona jeg, að rit þessi verði þeim mun betri sem
lengra frá líður, einkaulega ef ráð mitt rífkast svo,
að jeg þurfi ekki svo—svo sem hingað til—að hafa
ritstörfin í hjáverkum, því sá maður eða sú kona,
sem á að geta unnið vel, verður að geta notið
hæfileika sinna afdráttarlaust.
Keykjavík, Ul. júní 1891.
TORFHILDUE þ>ORSTEINSDÓTTIR HoLM.
Efnisskrá-
J>ekkiug og trú (Úr dagbók ensks læknis) .
Eva (þýdd saga)........................
Seint fyrnist forn ást (Frumsamin saga)
Smámunir (þýtt úr ensku og dönsku) . .
Ráóaþáttur.............................
J. H. Styrjaldar saga Gyðinga (Upphat)
Bls.
I
66
100
125
144
153