Draupnir - 21.06.1891, Page 5
Þekking og trú.
Ur dagbók ensks læknis.
10>að var árið 1800, að jeg, eptir að jeg hafði
"" ráðfært mig við fjárhaldsmanu minn, ásetti
mjer að verja tveggja ára tíma, þar til er jeg skyldi
taka próf í læknisfræði, til að æfa mig í þeirri
vísindagrein erlendis.
Að velja um hina mörgu háskóla var æði-torvelt,
og mjer hafði varla dottið í hug að ákvarða mig
í því efni, þá er jeg einn dag fjekk brjef, sem
kom mjer til að taka þá ákvörðun, að heimsækja
hinn skarkalamesta og töfrafyllsta höfuðstað Norð-
urálfunöar. Brjefið var frá gömlum sjúkrahúslækni,
Javics Linnie, sem ekki að eins hafði tekið próf,
heldur jafnvel við það tækifæri fengið hrós þeirra
Abernethy1 og sir Astley Levope.
Hinn fyrrnefndi hafði, áður en hann spurði vin
niinn nokkurs, reynt að hughreysta hann á þann
hátt, sem honum var eiginlegur, nefnilega með því
1) Abernetliy var nafntogaður enskur sáralæknir, fædd-
ur 1763 í Derby á írlandi, og dó í Lundúnaborg 1831.
1