Draupnir - 21.06.1891, Qupperneq 6
2
að biðja hann að vera ekki huglaus bleyða, því að
hann sjYilfur (Abernethy) væri ekki eins nautslegur
og fólk hjeldi. Og er hann var búinn að halda
mikla yfirheyrslu, tók hann vingjarnlega í hönd
hans og sagði, að hann væri hreint ekkert gauð,
svo sem flestir væru, en hygginn maður, sem í
staðinn fyrir að hafa sökkt sjer niður 1 gagnslaus-
ar bækur, hefði varið tímanum skynsamlega á þeim
stað, er einum væri unnt að þekkja lífið, nefnilega
í líkskurðarhúsinu.
Um þessar mundir dvaldi James Linnie einmitt í
Parísarborg, og talaði hg,nn með óþreytandi undr-
an um hina hágöfugu kennara sína.
í brjefi þessu sárbað hann mig um, ef jeg hefði
nokkura ást á hinni mikilsvarðandi köllun vorri,
læknisfræðinni, að eyða ekki mínum dýrmætasta
tíma á Englandi, en fara þegar á hinn stærsta
vígvöll líkskurðarfræðinnar, sem til væri í víðri
veröld. Ög til þess frekar að ginna mig, sagði
hann (svo að jeg við hafi hans eigin orð), að auðvelt
væri því að fá lík (cadaver), og það væri slík gnægð
af þeim, að eigi væri þau dýrari en síld á Eng-
landi.
f>essa freistni stóðst jeg ekki, og innan fjórtán
daga keyrði jeg með hraðpósti til Parísborgar.
Jeg hafði útvegað mjer meðmælingarbrjef til eins
nafntogaðs læknis, — jeg segi til eins —, því að jeg
vildi eigi með ásettu ráði leita mjer meiri hjálpar
en jeg nauðsynlega þurfti við. Ef stúdentinn, sem
ferðast, hefir aðgang til eins fræðimanns eða vís-
indamanns, þá hefir hann aðgang til alls, sem út
krefst til menntunar og undirbúnings stöðu hans.