Draupnir - 21.06.1891, Síða 7
s
Meðmælingarbrjefið fjekk jeg frá vini mínum
H . . ., sem var prófessor í líkskurðarfræði, og sem
jeg hefi mikið fleira að þakka en hann vill kann-
ast við. jpessu meðmælingarbrjefi og þeirri við-
kynningu, er jeg hlaut af því, á lesarinn að
þakka þessa merkilegu sögu, sem jeg nú ætla að
segja.
Að brjefið mundi leiða til einhvers verulegs og
mjer nýstárlegs, hafði jeg ástæðu til að hugsa, því
að H. rjetti mjer það, um leið og hann gaf mjer
sín síðustu ráð og upphvatningar, þótt jeg hefði
enga hugmynd um, hvað ókomni tíminn mundi
færa.
»Verið þjer nú varkárir, Walpole*, sagði hann.
»J>jer farið nú til hættulegs og tælanda staðar, og
þjer þurfið á öllu yðar sálarþreki að halda, til þess
að afvegaleiðast ekki af illu eptirdæmh Látið þjer
eigi vjela yður. Látið einungis ekki vjela yður.
5>að er allt, sem jeg bið yður um !
»Jeg skal vissulega gæta mín«, svaraði jeg. »Og
jeg sem vinur yðar«, segir haún, »bið yður um að
gleyma því aldrei,. að þjer eruð kristinn maður og
mótmælanda trúar. Verið stöðuglyndir og hyggnir,
og sje nokkur sannleiki í trúarbrögðunum, svo
gjörið aldrei gys að þeim, með því að eyða hvíld-
ardeginum í slarki og óreglulegum lifnaði. Hjerna
er brjefið.
Jeg tók við því og Ias utanáskriptina, og sá, að
það var til baróns F., yfirhandlæknis á Hotel Dieu
o• s. frv.
•Í>e8si maður, sem jeg nú opna yður aðgang til,
1*