Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 9
6
árum«, svaraði hann. »Jeg hefi aldrei fundið jafn-
djúpsæja þekkiugu hjá nokkurum einstökum manni.
Jeg hylltist mjög að honum, og um síðir heiðraði
hann mig með vinfengi sínu, og það hefir stórum
undrað mig að heyra fólk nú í seinni tíð kalla
hann harðau, óviðurkvæmilegan og jafnvel mann-
hatara. Hvað mig áhrærir, þá sá jeg aldrei ann-
að til hans, þótt jeg sífellt nákvæmlega aðgætti
athafnir hans, en góðvild og hinn einlægasta vilja
við hvert tækifæri, að koma fram til hins bezta.
Fátækar konur og börn á sjúkrahúsinu elskuðu
hann svo sem föður sinn, og jeg sá hinar fölvu kinnar
þeirra roðna og hin döpru augun upplífgast, þegar
hann nálgaðist rúm þeirra. þetta álít jeg allt ann-
að en hörku, og þetta hjá lækni. Eða hvað virð-
ist yður ?«.
»Jix, það sýnist svo«, svaraði jeg.
»Hjer hefi jeg ritað langt brjef til harónsins mjer
og mínu eigin málefni viðvíkjanda, í þeirri von að
það dugi yður betur en vanaleg meðmælingarbrjef.
Jeg er viss um, að hann hefir ánægju af að sjá
yður. Gleymið þjer því ekki, að svona gott tæki-
færi gefst búið aldrei aptur. Yerið því hyggnir og
farið sem skynsamlegast að ráði yðar«.
|>annig talaði vinur minn, og þannig tók jeg við
Þessu meðmælingarskjali mínu af hans hendi. Jeg
hafði ekki annað augnamið með Parísar-ferð þess-
&ri en hið áðursagða, og fór því tafarlaust að leggja
hönd á verkið, og þá er jeg hafði útvegað mjer
gott húsnæði hjá frú Bichat í liichelieu-götu, and-
spænis hinni konunglegu höll, Palais Boyal,
skemmti jeg mjer vel um kvöldið hjá vini mínum,