Draupnir - 21.06.1891, Qupperneq 12
8
hafði sjeð, og jeg stóð ósjálfrátt við, til að virða
hann fyrir mjer, og dáðist að honum, þarna sem
hann sat, og gat jeg til, að hann mundi vera þrjár
álnir á hæð. Síðar komst jeg að því, að honum
veitti tveim þumlungum betur. Hann var hraust-
lega byggður og þrekinn, með breiða og hvelfda
bringu og harða og mikla vöðva. Andlitssvipur
hans var höfðinglegur og skörunglegur, hver and-
litsdráttur reglulegur, sjer í lagi varirnar, en á
þeim lá einhver hæðni, sem gekk í gegn um merg
og bein, sjer í lagi þegar hann við hafði hana.
Brýnnar voru stórar og framstandandi, augun blá,
lítil og góðleg. Náttúran hefir sannarlega verið
örlát, þá er hún setti þessi augu og þessar varir í
æfilanga sambúð. , Hann hafði höfðinglegt enni,
sem var svo miklu virðulegra sökum gráu lokk-
anna, sem ljeku um það, jafnvel þótt baróninn
væri ekki gamall maður. þannig var mynd sú,
sem jeg nú hafði fyrir augum mjer og hefi ófull-
komlega lýst.
Baróninn hafði fengið meðmælingarbrjefið deg-
inum áður, erhann stóð upp úr sæti sínu, og sagði
mig velkominn.
Fyrst spurði hann mig, hvernig H . . . vini mín-
um liði, síðan um áform mitt, og var hann fjöl-
orður um prófessorana í Lundúnaborg, og leit út
fyrir, að hann þekkti vel verk þeirra og verð-
leika. Jeg dvaldi eina klukkustund hjá honum
og kunni eins vel við mig og jeg væri heima hjá
mjer.
Meðal annars minntumst við á Z . . . Baróninn
hrósaði honum mikið, og sagði, að hann skaraði