Draupnir - 21.06.1891, Side 13
9
fram úr í læknismenntinni, og að haun áliti hann
vera einn af hinum mikilhæfustu mönnum þessarr-
ar aldar, og að skoðanir hans væru hiuar náttúrleg-
ustu og djúpsæjar mjög.
f>eir af lesöndum mínum, sem bera skyn á lækn-
islistina, munu án efa kannast við, að jafnvel þú
Z . . , væri álitinn að vera einn af hinum frægustu
sáralæknum Englands, hafði hann þó engan veginn
áunnið sjer öfundsverðan orðstír með því, að rita
fyrirlestra um eðlisfræðina, þar sem hann heldur
fram, því miður með mikilli málsnilld, trúargrein-
um, gagnstæðum kristninni.
En sökum minna óraskanlegu skoðana á krist-
indóminum, sem móðir mín hafði innrætt mjer frá
unga aldri, hlaut jeg að álíta Z . . ., þrátt fyrir alla
hans miklu hæfilegleika, svo sem skæðan óvin
mannkynsins, sem á svívirðilegan hátt vanbrúkaði
þær gáfur forsjónarinnar, Bem honum voru veittar
í miklu æðra tilgangi. Fyrir því hlustaði jeg á
hól baróusins um hann bæði hryggur og forviða,
og jeg dirfðist að láta í ljósi þá meining mína,
að hann að líkindum þekkti ekki þetta smánarlega
rit, sem allir rjetttrúaðir menn á Englandi hneyksl-
uðust á.
»Hjerna er það þó«, mælti baróninn og tók bók-
ina upp af borðinu, — »hið ágætasta rit þessarar
aldar, samið án hleypidóma og hræsni.
Jeg dæmi manninn eptir bókinni. þó að ekkert
annað hefði legið eptir hann, mundi þó nafn hans
aldrei gleymast.
Heimspekin og vísindin hafa allt að þessu stað-
fest allar skoðanir hans, og munu framvegis sanna