Draupnir - 21.06.1891, Qupperneq 14
10
þær, og um ókomnar aldir þrýsta niðjum vorum
til að játa, að hann sje framsýnn náttúruspámað-
ur. |>jer megið vera vissir um, að hr. Z . . . hefir
með sálarþreki sínu komizt til þeirrar ályktunar,
sem uppgötvanir ókominna alda munu styðjast við
°g býggja á«.
Jeg komst sannarlega í bobba og varð alveg for-
viða af orðum barónsins, svo að jeg þagði um
stund. Jeg vissi ekki, hvað jeg átti að gjöra eða
segja til alls þessa. Pyrst flaug í huga minn, að
jeg af vangá mundihafa fengið öðrum en hinum rjetta
meðmælingarbrjef mitt. Hefði H . . ., sem var svo
sanntrúaður maður sem nokkur gat verið, vitað, að
Vinur hans ekki einungis samþykkti, heldur hjeldi
þessum skoðunum svo samvizkulaust fram, mundi
hann ekki hafa hælt honum svo mjög. En við ná-
kvæmari yfirvegan sá jeg, að misgá í þessu efni
var ómöguleg. Ekkert getur verið ónotalegra, en
að sitja andspænis sjer meira manni, og heyra
hann halda fast þeim meiningum, sem maður veit,
að eru rangar, og vita þó ekki, hvernig maður á
tilhlýðilegan hátt getur hrakið þær. Mismunurinn
á æsku minni og vísindum og frægð barónsins
aptraði mjer frá að etja kappi við hann, og þó á-
leit jeg það hneisu að hlýða þegjandi og svo sem
samdóma á það tal, er jeg fyrirleit í hjarta
mínu.
«Jeg vona þó«, stundi jeg loksins upp, »að mennt-
anin muni aldrei sanna þessar ályktanir, og fyrir-
muna oss þann trúargrundvöll, sem vjer hingað til
höfum byggt á«.
»Og hvers vegna ?» spurði baróninn fljótlega.