Draupnir - 21.06.1891, Page 17
13
lega að koma aldrei inn fyrir hans húsdyr framar.
Hversu hraparlega hafði H . . . glapizt sjónir í
tilliti til þessa vinar síns. Hann var f sannleika
hæfilegur til að leiðbeina breytni og hugsunarhætti
ungra manna, sem fyrst eru að ganga út í heiminn!
Hversu miklir sem hæfileikar hans eða yfirburðir
kynnu að vera, og hversu mikils sem jeg kynni
að fara á mis með því að draga mig frá honum,
vildi jeg það þó heldur en leggja í sölurnar þær
meginreglur trúar minnar, er með svo mikilli alúð
höfðu verið gróðursettar hjá mjer, frá því er jeg var
barn.
Jeg var hjartanlega hryggur yfir þeim endalok-
um, er orðið höfðu á fyrsta fundi okkar. Fyrst
leit allt svo vel út. Jeg var frá mjer numinn af
hinu virðulega útliti hans. Samræður hans voru
svo skemmtilegar. Hann sýndist gjöra sjer svo
annt um hina fyrirhuguðu lærdómsiðn mína og
framför. Hvernig stóð á því, að hinn ólánlegi
Z . . . og hin enn ólánlegri bók hans komu til um-
ræðu, og kollvörpuðu öllum mínum fögru vonum?
Hefðum við ekki minnzt á haun, hefði jeg aldrei
þekkt þessa guðlausu skoðun hans, er mjer fannst
svo gagnstqeð allri annarri framgöngu þessa mikla
manns. Er það mögulegt, að nokkuð náið sam-
band geti verið milli þeirra, sem hafa eins fjar-
stæðar hugmyndir um mikilvægustu spursmál lífs-
ins, eins og heimskautin eru fjarlæg hvort öðru?
Jeg hvorki bjóst við nje óskaði eða vildi komast f
kunningskap við hann.
Um kveldið heimsótti jeg Linnie, og sagði honum