Draupnir - 21.06.1891, Side 24
20
Jpeir gengu inn í annað herbergi. fegar hurðin
opnaðist, heyrði jeg þungar og sárar stunur. Eptir
litla stund komu þeir aptur inn til okkar, og bar-
óninn sagði í fám orðum, að ekki væru önnur ráð en
að skera, og það undir eins, svo framarlega sem lífi
sjúklingsins ættiaðverðaborgið. Læknirinn hneigðisig
samsinnandi, og baróninn fór að ^aka til verk-
færin.
j?að er siður að hallmæla læknisíþróttinni, já,
stundum að skopast að henni, einnig að kalla
hana svikaralist, og þá, er iðka hana, skottulækna.
En þannig tala einkum þeir, er aldrei vilja missa
af lækninum, og eru ekki ánægðir, nema læknirinn
vitji þeirra hvíldarlaust. En enginn mundi dirfast
að segja nokkuð ósæmilegt um hina helgu köllun
læknisins, ef hann, svo sem jeg, hefði sjeð það
verk, er baróninn gjörði þennan dag. Skurður
þessi hefir einungis þrisvar heppnast í manna
minnum,—tvisvar af þeim, er fyrst reyndi hann hjer.
|>að var tignarleg sjón, að horfa á barónsins rólegu
og gáfulegu andlitsdrætti, og höndina, vopnaða
hnífnum, sem skar upp á líf og dauða, fast og ó-
bifanlega, svo sem hugurinn, sem stýrði, og augað,
sem fylgdi hans óvíkjandi stefnu. Nú gat jeg skil-
ið í þeirri lotningu, sem þessum óviðjafnanlega
meistara var sýnd af öllum, sem þékktu hann. A
fimm mínútum var verkið framið, og líf sjúklings-
ins frelsað í viðurvist manna, sem sökum undrun-
ar gleymdu þjáningum sjúklingsins. Hann lá í
öngviti og baróninn gekk inn í næsta herbergi til
að skrifa lyfjablað. Hann kom inn aptur, tók á