Draupnir - 21.06.1891, Síða 26
22
um var neitað. f>etta kalla jeg merkilegt. En
drengurinn hefir í dag hefnt sín«.
Baróninn bk heim. Eptir beiðni hans fór jeg
inn með honum. Hann Ijeði mjer nokkurar bækur,
sem hann sagði mjer að lesa, og þegar jeg fór,
sagði hann vinalega: «Skeytið ekki um, þótt jeg
sje stundum nokkuð önugur, herra Walpole ! Jeg
hefi verið í hörðum skóla. Mjer þykir vænt um
að sjá yður opt hjá mjer. Nú eru miklar geðs-
hræringar í mjer. Faðir þessa manns, sem jeg
þykist vera viss um að hafa frelsað frá dauðanum
í dag, rak i ig einu sinni fyrir nokkrum árum frá
húsdyrum &'.num, er jeg bað hann—er jeg lítilsvirti
mig til að biðja hann—um ölmusu, sem hinn minnsta
þjón hans hefði ekki munað um. En jeg þurfti
þess, til þess að svelta ekki í hel. Jeg hefi aldrei
gleymt eða fyrirgefið honum þetta. En jeg hefi nú
hefnt mín. Sonur aðalsmannsins á nú að þakka
betlidrengnum líf sitt. Agæt hefnd I Er ekki svo?»
Mjer lá við að halda, að baróninn hefði nokkurs
konar æðiskast. En jeg hafði þó vit á að svara
spurningu hans einungis með því að hneigja höfuð-
ið, og ætlaði svo að láta hann ráða, hvernig hann
í vitleysu sinni legði það út.
Hann tók vingjarnlega í hönd mjer og bað mig
að heimsækja sig, nær sem jeg vildi, og koma opt
á sjúkrahúsið, »því þar«, sagði hann, »eru öll þau
vísindi samansöfnuð, sem læknar þurfa í stöðu
sinni*. Að því búnu hneigði jeg mig fyrir honum
og fór.
2.
|>rír mánuðir liðu eins fljótt og dagar væru, við