Draupnir - 21.06.1891, Page 27
23
störf sem bæði skemmtu mjer og fullnægðu lækn-
xsfræðisfýsn minni. Jeg verð að játa, að allan þann
tíma var baróninn mjög kurteis við mig og mjer
velviljaður. J>rátt fyrir fyrirætlan mína dróst jeg
þó enn innilegar að prófessornum en áður af þakk-
lætistilfinningu, sem jeg ekki gat ráðið við. Hann
gjörði sjer mikið far um að búa mig undir stöðu
mína, og hafði rnikið fyrir að láta mig tileinka
mjer það, sem hann með sinni 1 ígu æfingu var
búinn að ná, og jeg hefði sannax ega verið var-
menni, hefði jeg ekki gætt að, hvað mikið jeg átti
honum að þakka. það var auðsjeð, að baróninum
geðjaðist að mjer, og þrátt fyrir ellegar— ef til vill,
þá er maður tekur tillit til hans undarlega geðs-
lags,— sökum hinna mismunandi skoðana okkar á
trúarbrögðunum, sleppti hann engu tækifæri til að
kalla á mig til sín, og hlaða á mig stórgjöfum, er
jeg var hjá honum. Jeg var hjá honum á sjúkra-
húsinu, og þegar hann inni í borginni heimsótti
sjúklinga síua í sínu eigin lestrarherbergi. Hann
var svo vingjarnlegur að segja, að sjer væri kært
að hafa mig hjá sjer, og að sjer líkaði einurð mín
og vinnukapp. Jeg vil þó vona, að það hafi ekki
eingöngu verið þetta hrós, sem smátt og smátt dró
mig til hans, þar til er við um síðir urðum nærri því
óaðskiljanlegir trúnaðarvinir. Jeg vildi ekki einu
sinni meðkenna það fyrir sjálfum mjer, en til allrar
hamingju afsakaði samvizkan mig fyrir því, að hafa
vikið nokkuð frá grundvelli trúar minnar. Barón-
inn hjelt áfram að ráðast á hin heilögu trúarbrögð
vor. Jeg, sem var orðinn hugrakkur við nánari
kunningskap okkar, varði þau nú eins ákaft, og jeg