Draupnir - 21.06.1891, Síða 28
24
verð að segja rajer það til hróss, að röksemdafssrsla
mín skemmdist ekkert af hinum Ijettu hæðnis- og
fyndnisvopnum, sem vinuur minn svo vel kann að
beita.
Einn fagran og heiðskíran morgun snemma um
vorið sat jeg sem jeg var vanur hjá baróninum í
bókhlöðu hans. I þetta sinn var jeg að hjálpa
honum að fullgjöra nokkrar steinprentaðar myndir,
sem hann ætlaði að gefa út með bók, er hann rit-
aði um krabbamein, bók, sem seinna ávann sjer
mikið lof alstaðar í Norðurálfunni. Eirkrotarinn
hafði búið myndirnar til eptir líkpörtum, sem bar-
óninn hafði geymt til sýnis, og svo beinlínis með
hans tilsögu. Eigi að síður höfðu þó smágallar
komið fram í uppdráttuuum, og Ijet baróniun mig
gæta að þeim með sjer. Við vorum báðir önnum
kafnir, og sátum þegjandi að verkinu, jeg með upp-
drættina og hann við fyrirlestra, er hann ætlaði að
halda hinn sama dag. Allt í einu heyrðum við
klukku dyravarðarins gjalla. Baróninn leit undir
eins á úrið, og tók svo aptur pennann. jþjónninn
kom inn með blað. Hann Ias það. »Segðu, að jeg
skuli koma kl. 4«.
•Eyrirgefið, herra barón«! sagði þjónninn. »Veiði-
maður prinzins, sem kom með blaðið, bað mig að
segja, að hans konunglega tign óskaði eptir að sjá
yður undir eins«.
»Gott og vel«, sagði baróninn með þótta. »Hann
hefir gjört skipan húsbónda síns. Gjör þú nú skip-
an mína. Jeg hefi annríkt, mjög annríkt, og get
ekki komið til prinzins fyr en kl. 4. Skilaðu
því«.