Draupnir - 21.06.1891, Page 29
25
f>jónninn þekkti húsbónda sinn og gekk þegar
á burt.
»Ó, þessir óþolandi aðalsmenn!» hrópaði baróninn.
»J>eir halda, að allir ruenn sjeu skapaðir þeirra
vegna eingöngu, til að vera fótaskör þeirra. Ætli
hann haldi, að jeg hafi ekki annað að gjöra en
hlaupa eptir duttlungum hans eða þjóna honum,
í hvert skipti sem hann hefir jetið of mikið. Hann
hefir magann fyrir sinn guð, hegnist svo fyrir hjá-
guðsdýrkan sína, og barmar sjer svo stundunum
saman framan í lækni sinn«.
»Er hann þá ekki veikur?« spurði jeg.
»það getnr vel verið, að hann sje það, en jeg sje
ekki, að jeg eigi að vanrækja stúdenta mína, þótt
prinz eigi í hlut. Hann verður að bíða, þangað
til röðin kemur til hans. Jeg gjöri engan greinar-
mun á sjúklingum mínum. Veikindi eru veikindi,
og tilfinningar bóndans eru eins sárar og konungs-
ins. Haldið þjer áfram með uppdráttinn, herra
Walpole!»
Aður en 15 mínútur voru liðnar, vorum við apt-
ur ónáðaðir. þjónninn klappaði hægt á hurðina og
kom hálfsmeikur inn.
»f>að stendur fátækleg kona niðri í garðinum,
herra!« sagði hann. »Jeg sagði, að þjer ættuð svo
annríkt að. þjer gætuð ekki talað við hana núna.
En hún vildi ekki fara, fyrr en jeg hefði fært yður
þetta brjef. Hún er svo illa til fara».
»|>að ertu búinn að segja mjer«, sagði baróninn,
um leið og hann tók við brjefinu, ef brjef mætti
kalla. það var óhreint blað, nærri því ólesanda
fyrir blekblettum. Baróninn reyndi mikið til þess