Draupnir - 21.06.1891, Page 30
r
26
að komast fram úr því. En er það tókst ekki, sagði
hann Frangois að láta konuna koma inn.
Hún kom og var ekki betri útlits en Frangois
hafði sagt. Hún var langt frá að vera hreinlega
til fara. Hún hafði varla nokkura flík á kroppnum,
og leit í alla staði út fyrir að vera mjög aum.
»Segið þjer mjer nú, góða kona!» sagði baróninn
vingjarnlega, »í svo fám orðum, sem þjer getið,'
hvers þjer óskið, og jeg skal hjálpa yður, ef mjer
er það mögulegt#.
Konan fór að gráta, og sagðist búa í Jacques-
götu,, og að bóndi sinn væri vatnsberi.
oHvað er hann?« spurði prófessorinn, svo sem
hann hefði ekki skilið hana.
»Yatnsberi, herra!«
»Afram«.
Húnsagði.aðhannværi frá Auvergne og hefði sökum
skorts á fæði og eldiviði orðið hættulega veikur, og lægi
nú í vetrarhörkunni, án þess að hafa eldsneista í
ofninum eóa brauðbita í húsi sínu, og að hann
mundi deyja frá sjer og hinum munaðarlausu börn-
um þeirra. Hennar stutta lýsing innihjelt mörg sorg-
leg atriði, og hún endaði sögu sína með því að biðja
lækninn um að koma og hjálpa manni sínum, ef
liann gæti. Við skulum borga yður, herra! eptir
fremsta megni, undir eins og hann fær krapta sína
aptur. En ef ekki, þá veit jeg, að guð bænheyrir
yður eins náðarsamlega fyrir það, þó að þjer hjálp-
ið fátækum og munaðarlausum«.
Áður en konan hafði endað sögu sína, voru
kinnar barónsins orðnar svo fölvar sem hennar, og
tárin komu fram í augu hans. Hann greip niður