Draupnir - 21.06.1891, Page 31
■ asa sinn, og þegar konan þaguaði, tók hann
pp hjá sjer fimmfrankapening og gaf henni.
nFarið þjer heim með þetta«, sagði hann, »og
saupið fyrir það brauð og eldivið. Jeg skal koma
til hans seinna partinn*.
Konan vildi þakka honum fyrir.
»Engar þakkir«, sagði velgjörðamaður hennar.
»Ef þjer þakkið mjer, þá gjöri jeg ekkert fyrir
yður. Farið þjer nú heim. Jeg get ekki komið
undir eins, því að þjer sjáið, að jeg hefi mikið að
gjöra. En áður en dimmir, skal jeg vissulega koma
og hjálpa yður. Yerið þjer sælar! Verið þjer
sælar!«
Konan fór, auðsjáanlega sneypt, án þess að
segja eitt orð.
Áður en hún var komin ofan stigann, sagði bar-
óninn: »Herra Walpole! Gjörið svo vel að kalla á
hana aptur«.
Hún kom.
»|>jer megið ekki halda, að jeg sje reiður«, sagði
hann. »|>að er jeg vissulega ekki. Jeg skal gjöra
allt, sem jeg get fyrir yður, og bóndi yðar verður
sannarlega bráðum frískur aptur. Yerið einungis
hugrakkar, og hjúkrið nú aumingja-sjúklingnum
heima. Jeg kem bráðum. Verið þjer sælar, kona
góð«!
Prófessorinn hjelt áfram að undirbúa fyrirlestrana.
En varla voru fimm mínútur liðnar, fyrr en liann
fór að verða órólegur við verkið. Hann lagði frá
sjer pennann, og sat stundarkorn í djúpum hugs-
unum, stóð síðan upp og gekk um gólfið, tók svo