Draupnir - 21.06.1891, Side 34
30
»Lítið þjer á mig«, sagði vatnsberinn. »Lítið
einungis á mig«.
»Já, þjer eruð aptur orðinn nógu holdugur«, sagði
baróninn. »Er þessi maður einn af vinum yðar?<(
»Jeg kom eiginlega hans vegna. Hann er mikið
veikur. Sýnist yður ekki svo. Hann er líka vatns-
burðarmaður. Hann ætlaði sjer að finna annan
lækni, en jeg lofaði honum það ekki. |>að hefði
líka verið fallegt af mjer eða hitt þó heldur, eptir
allt það gott, sem þjer hafið gjört mjer. Maður
hefir þó guði sje lof vit á, hvernig raaður á að
haga sjer. Hann er svo veikur og á engan skild-
ing til«.
Jeg gat ekki að mjer gjört að brosa að, hvernig
vatnsberinn vildi votta baróninum þakklæti sitt.
Baróninn hló dátt, og gleðin skein úr augum hans,
er hann tók vingjarnlega í hina sólbrenndu hönd
vatnsberans og sagði: »|>að er rjett, alveg rjett.
Komið með þá alla saman til mín, vinur minn!«
3.
Jafnvel þeir, sem ekki voru neinir sjerlegir kunn-
ingjar barónsins, þekktu sjervizku hans í þessarri
grein. þegar jeg sagði Linnie, hversu undarlega
hann hefði farið með vatnsburðarmennina, og sagði
án frekari umhugsunar, að hann mundi hafa ein-
hverja tegund af vitfirringu, þá svaraði vinur minn:
»Nei, það er ekki svo, en hann lætur duttlungana
stjórna sjer, og það sýnir, hversu manneðlið er
óstöðugt. Hann hefir miklar mætur á Auvergne-
búum yfir höfuð, og einkum og allra helzt á vatns-
burðarmönnum. Hvert mannsbarn í ParÍ3 þekkir