Draupnir - 21.06.1891, Síða 37
33
<læmi til. það var skylda mín sem kristins manns
og vinar, að álíta vitfirring en ekki annað verra
vera ástæðu fyrir hinni mjög kynlegu aðferð bar-
ónsins, og það áleit jeg líka, óttasleginn út af
ógæfu prófessorsins, og jafnvel hræddur um, að
hann, ef til vildi, tæki sjer eitthvað það fyrir
hendur, er neyddi menn til þess að setja hann á
vitskertrahúsið. Hvernig gat maður með fullu
viti, eptir að hann fyrst, að mjer áheyranda, hafði
hætt guðdóminn og var varla búinn að sleppa orð-
inu, — hvernig gat hann dirfzt að svívirða skap-
arann með því, að látast vera heilagur og biðjast
fyrir svo sem hann gjörði? Hvaða tilgang gat
hann haft og hver var meining hans? það var
auðsjáanlegt, að hann vildi dylja það. Kf hann
hefði viljað vekja eptirtekt fólks, hefði jeg getað
ímyndað mjer, að hann gjörði þetta til að komast
nær einhverju áformi, sem hann einhvern tíma
gæti búizt við að hafa sóma og ábata af. En hin
tillitslausa hreinskilni hans gjörði hann óhæfan til
að beita nokkrum refabrögðum. Nei, nei! Frá
hvaða hlið sem jeg skoðaði þetta, gat svona óskilj-
anleg ósamkvæmni einungis verið sprottin af sál-
arveiklan. Veslings baróninn!
Að guðsþjónustunni endaðri gekk jeg, reiðubúinn
til að taka hverju sem að höndum bæri, út á völl-
inn fyrir framan kirkjuna, til þess að gæta betur
að hræsnaranum. En jeg dró sjálfan mig á tálar.
Sýnilega glaður og ánægður gekk baróninn út úr
því musteri, sem hann nýlega hafði vanhelgað, og
fór hægt og stillilega í burt. Jeg fór á eptir, og í
. 3