Draupnir - 21.06.1891, Side 41
37
unum, sem hanu svo kallar, og vilji hann gjöra
allt, sem er heilagt, dýrmætt og huggunarríkt í
lífinu, hlægilegt, reyni hann það! Og jeg skal með
einu einasta orði fella hann!« En er gremjan fór
að þverra, fór jeg að sjá, að á þann hátt gæti jeg
hæglega skemmt fyrir sjálfum mjer og gefið hon-
um sigur í hendur. Hann hafði sagt samverka-
manni sínum, að hann færi í kirkjuna til að vitja
um veikan prest. Jeg ætlaði mjer ekki að gefa
houum tækifæri til að læðast út um neinar hliðar-
dyr, þá er jeg á sínum tíma gengi í rjett við hann.
Hann gæti máske verið svo ósvífinn að neita því,
sem jeg hafði sjeð með eigin augum. En ef jeg
sæti um hann og ávarpaði hann, um leið og hann
væri að fremja sinn hræsnisfulla sjónhverfingaleik,
þá gæti jeg komið í veg fyrir öll undanbrögð. Sain-
kvæmt þessu ætlaði jeg að haga mjer.
í millibilinu orðaði jeg þetta ekkert, og við um-
gengumst hvor annan eins og vant var. Kirkju-
vörðurinn sagði mjer, hvenær hann mundi fyrst
koma til kirkju, og á meðan fór jeg þangað ekki
heldur. En í því millibili kom annað átakanlegt
atriði fyrir, sem sökum afleiðinga þess verður að
geta um.
Eitt kveld að áliðnu sumri, þá er prófessorinn
var orðinn þreyttur af erviði dagsins og jeg var að
búa mig til að fara heim, svo að hann gæti fengið
hvfl.d, kom Frcinqois og sagði, að maður vildi finna
hann. Aldraður maður kom inn. Hann var lítill
vexti og mjög magurleitur með fölvar ldnnar og
hvítt hár. Blíða og mannást lýstu sjer á yfirbragði
hans, sem líka bar menjar af þjáningum, sem