Draupnir - 21.06.1891, Síða 43
39
að gjöra mjer hægra fyrir og sækja öll til sömu
kirkju á sunnudögum, en það hefði verið órjett af
mjer að þiggja það, herra! jpað eru erviðismenn,
sem verða að leita brauðs síns í sveita síns andlitis.
J>eir hafa mikið að gjöra, og sunnudagurinn er
einasti hvíldardagur þeirra. það hefði ekki verið
rjett, að láta svo marga ómaka sig sökum eins,
og fyrir því var mjer ómögulegt að þiggja boðið«.
Allt þetta var sagt svo blátt áfram, að maður
hlaut að kenna í brjósti um manninfa. Hann vakti
hluttekning mína sem mest mátti verða. Oðru
máli var að gegna með baróninn. Hann svaraði
honum með meiri óþolinmæði en hann nokkurn
tíma hafði sýnt vatnsberanum.
»Til efnisins, herra minn«.
»Jeg ætlaði nú til þess«, sagði hinn gamli prest-
ur góðlátlega. «Jeg skal ekki tefja yður lengi. Jeg
var í efa um, hvað jeg ætti að gjöra. En þá taldi
einn vinur minn mig á að fara til Parísborgar
og leita ráöa til yðar. það mál þurfti þó fyrst að
yfirvegast. það var að gjöra um langa ferð, sem
kostaði mikla peninga. Tala fátæklinganna þar í
hjeraðinu var mjög mikil, og það var ekki rjett
að kasta á burt þeim peningum, sem í raun rjettri
var þeirra eign. En er jeg að síðustu varð svona
mikill aumingi, sem þjer nú sjáið, gat jeg þó ekki
álitið þeim peningum alveg eytt til einskis, sem
út væru lagðir í þessu augnamiði, og hjelt því af
stað. Fyrir örstuttu kom jeg til Parísborgar, og
svo gekk jeg rakleiðis til yðar«.
Sáralækninnn ljet sem hann heyrði ekki hina
átakanlegu sögu prestsins, en skoðaði hann mjög