Draupnir - 21.06.1891, Síða 45
41
lega. »Jeg tók ekki þessum hræðilega sannleika,
sem þjer sögðuð mjer, svo sem hinir gömlu spek-
ingar hefðu gjört. En án þess að ætla mjer að
styggja yður, verðið þjer að fyrirgefa, þó að jeg
segi, a,ð þjer hefðuð getað sagt hrumum og veikum
manni sannleikann á vægara hátt en þjer gjörðuð«.
Baróninn roðnaði af sneypu.
»Jeg er maður«, sagði presturinn, »og hefi tilfinn-
ingu sem aðrir menn. Bauðinn er ofboðslegt djúp
milli himins og jarðar. En landið hiuu meginn er
engu að síður töfranda fyrir það«.
»þjer talið svo sem yður hefir verið kennt«? sagði
baróniun.
»Já«.
»Og svo sem þjer kennið öðrum« ?
,»Já«.
»<)g játið þjer, að þjer trúið öllu þessu?«
»Jeg játa einungis, að jeg sje ónýtur þjónn, allt
of syndugur og óíullkominn. það veit sá, sem allt
veit. -Teg bið yður að fyrirgéfa mjer, að jeg fann
að orðum yðar áðan. þau skelkuðu mig vissulega
ekki svo mjög. Jeg bjóst við þessu. Yerið þjer
sælir, herra minn! Jeg sný nú aptur til Auvergne,
til þess að deyja meðal sóknarbarna minna«.
»Bíðið þjer dálitið!« hrópaði baróninn, innilega
hrærður við að heyra þetta eina töfraorð: »Áuvergnet.
“Komið inn aptur. Jeg undrast hugarósemi yðar
og virði þolinmæði yðar. Treystið þjer því, að
hún bili yður ekki, áður en lýkur?«
»Jeg er einungis hrumur og veikur, herra minn!«
sagði presturinn. »En jeg vil fúslega þola mikið,