Draupnir - 21.06.1891, Side 47
43
falskur og óglöggur sem sá grundvöllur er, sem hann
stendur á, getur maður þá ekki eins fyrir það öf-
undað hann af þessarri trú, sem hann svona getur
stutt sig við á hinu ólganda hafi, sem skáldin
fíkja veröldinni við? Ef maður gæti keypt þessa
alltsigrandi trú, hvaða verð skyldi þá vera of mikið?
Hver myndi ekki vilja vinna til að láta öll ver-
aldleg auðæfi, til þess að geta hvílt höfuð sitt á
þessu vonarakkeri?«
»0g þó getið þjer öðlazt þessa trú. Sú gjöf
stendur öllum til boða. En þjer hrindið henni frá
yður«.
»Nei, engan veginn«, sagði baróninn fljótlega.
»Jeg get ehhi tekið á móti henni. þessi veiki, en
þó elskulegi, prestur álítur það sem víst og satt,
sem skynsamir menn kasta með órækum röksemd-
um. Hann móttekur það blindandi svo sem trú-
arsetning, sem jeg verð að sjá sannað. Jeg reyni
að leysa gátuna, en fyrsti liður röksemdanna leiðir
þegar til hins ósannsýnilega«.
Hinn einfaldi hefir eptir þessu ástæðu til að
að vera þakklátur«.
»Já, í orðsins fyllstu merkingu. Hann veit ekki
sjálfur, hversu mjög«.
»1 hversu ólíku ljósi sjáum vjer hlutina í heimi
þessum. Staðfesta öldungsins í trúnni er vissulega
f mínum augum nœgilegur vottur þess, að trúin er
sönn og hefir guðlegan uppruna«.
•þjer talið, herra Walpole\ eins og skólasveinn,
sem einungis þekkir trúarbrögðin af lærdómskverinu
sínu, og veit ekkert, hvað við ber í heiminum fyrir
utan skólann. Ef sá eiginlegleiki að geta borið