Draupnir - 21.06.1891, Side 50
46
beygði inn í götuna, sá jeg baróninn fáeinum föðm-
um á undan mjer, og gekk hann hvatlega til hins
helga staðar. Jeg gekk beint á eptir honum. Hann
skundaði inn í kirkjuna og settist í sitt vanasæti.
Jeg elti hann og settist með miklum hjartslætti
við hlið hans. Blóðið þaut upp í höfuðið á mjer
af þessarri áhyggjufullu eptirvæntingu, en ekki leit
jeg á mótstöðumann minn. Hann horfði þó á mig.
Jeg vissi það og fann greinilega hans ákvarðaða,
stöðuga, en að mjer virtist skeytingarlausa, augna-
ráð. Hann hrærði sig ekki og Ijet ekki hina
minnstu undran í ljósi. Svo sem í fyrri skiptin
baðst hann fyrir með miklutn fjálgleik, og er guðs-
þjónustunni var lokið, gaf hann hinum fátæku ríku-
lega að vanda, Eptir því sem leið á messuna,
þess meiri og tilfinnanlegri varð angist mín og á-
* stand mitt versnaði. Hann stóð upp. Jeg gjörði
hið sama. Hann gekk hægt og rólega í burt og
jeg, næsturn ringlaður af geðshræringum mínum,
ráfaði á eptir honum. Jeg vildi þó ekki gefa frá
mjer áform mitt og ávarpaði hann því í kirkju-
dyrunum.
«Herra barón !« sagði jeg.
#Herra Walpole !« svaraði hann stillilega.
»Mig undrar stórum á að sjá yður hjer».
»Nei, yður undrar það ekkert«, sagði baróninn
með sömu hægð. »þjer eruð einmitt hingað kom-
inn til þess að mæta mjer. jpjer hafið verið hjer
tvisvar áður. |>ví viljið þjer draga dul á það, sem
augljóst er ? Getur kristinn maður verið hræsnari
eins og hinir aðrir, herra Wœlpole ?«
Jeg skil yður ekki«, sagði jeg, hissa af hans ó-