Draupnir - 21.06.1891, Síða 51
47
bifanda knlda. »|>jer hæðið trúarbrögðin. í>jer
hæðizt að mjer, af því jeg heiðra þau,- og þó kom-
ið þjer hingað og biðjizt fyrir. |>jer trúið ekki á
guð, og þó hlýdduð þjer með fjálgleik á þessa messu-
gjörð«.
“Veðrið er fagurt, herra Walpole! Hálfri klukku-
®fund megum við eyða. Látið þjer mig leiðæ
yður«.
Alveg hissa á hinni rólegu aðferð barónsins, tók
jeg ósjálfrátt í handlegg hans, og lofaði honum að.
leiða mig við hönd sjer, hvort er honum þóknaðist.
Við gengum stundarkorn þegjandi,- hvor við annars
hlið, og inn í hinn aumasta og fátæklegasta hluta
burgarinnar, og staðuæmdumst þar á aumlegri og
ohreinni götu. Baróninn benti á lítilfjörlegasta
húsið og bað mig að aðgæta nákvæmlega þak-
hýsið.
"Sjáið þjer gluggann þarna«, sagði hann, »sem
stagið með þvottinum á er fest við?«
»Já. Jeg sje hann gjörla«, svaraði jeg.
I þessu herbergi, í lága og litla holinu því arna,
sem varla hefir nóg lopt nje birtu gegn um glugga-
^yndina, hefi jeg dvalið marga mánuði lífs míns.
Þser sálumessur, sem þjer þrisvar hafið sjeð mig
v’ð, standa í nánu sambandi við þennan glugga,.
°§ atburði, sem gjörðust fyrir innan hann. Jeg hefi
húið 1 þessu þakhýsi. Mjer finnst það ekki vera
'eDgra síðan en í gær, að mig skorti þar brauð«.
Læknirinn var hrærður, er augu hans hvíldu við
þennan hrörlega glugga. Nokkurar mínútur stóð.
hann hreyfingarlaus sem myndastytta. jpvínæst
sagði hann fljótlega: