Draupnir - 21.06.1891, Page 56
52
átti. Jeg seldi þær fyrir hálfvirði, og hjelt áfram
baráttunni, fullvís um, að jeg gæti náð takmark-
inu. í þakhýsi þeBSu lifði jeg marga daga ein-
göngu á vatni og brauði, og hjelt um peninga mína,
sem einlægt minnkuðu, með sálarangist maurapúk-
ans. Jeg vann frá morgni til kvölds og hafðist
næstum ætíð við meðal hinna dauðu. |>að var
gott fyrir mig, að jeg var þannig neyddur til þess
að dvelja á líkskurðarhúsinu, þar sem jeg gleymdi
hungrinu og fjekk hita fyrir ekki neitt. f>á er jeg
seint á daginn varð að yfirgefa þetta stundar-
heimili mitt, fór jeg heim í þetta þakhýsi, til þess
að fá mjer brauðbita, og gekk þvinæst með bók-
ina, sem jeg hafði að láui, út á stigaganginn og
las þar við dauft loganda lampa, og hjelt þannig
við mínum órólega og drottnunargjarna anda, sem
engan veginn vildi láta upp gefast. Dagarnir liðu
fljótara en elding. Jeg gat ekki lesið eins mikið
og jeg vildi. Jeg gat ekki áunnið mjer nægilega
þekking á hinum stutta tíma, frá því er jeg eign-
aðist skildingana og þangað til er þeir voru búnir.
Hið skelfilega augabragð kom um síðir. Jeg átti,
hreint út sagt, ekki einn eyri og ekkert til að selja.
Nú leið ein vika, sem húsráðandinn af góðsemi
sinni lofaði mjer að vera, og jeg fjekk tvö brauð
hjá einum ráðvöndum manni, sem bjó þar í hús-
inu og bauð mjer hjálp sína á svo drenglyndis-
legan og vingjarnlegan hátt, að jeg tók á móti henni
til þess að styggja haDn ekki. Onnur vikan, sem
jeg lifði á annara miskunnsemi, var nýbyrjuð, þá
er jeg einn dag, er jeg kom af spítalanum og ætl-
aði inn í hið kalda og leiðinlega herbergi mitt, stóð