Draupnir - 21.06.1891, Síða 57
5b
við á tröppunum, af því að jeg heyrði nafn mitt
nefnt með hávaða og í reiðirómi. Jeg hlustaði með
óttablandinni græðgi. þetta var húsráðandinn og
nábúi minn, sem gaf mjer brauðin, og voru þeir
komnir í kappmæli. Eitt eða annað harðyrðihefir
eflaust komið hinum síðarnefnda í æsing, því það,
sem jeg heyrði af orðum hans voru áminningar og
ásakanir.
•Ljótt, ljótt», sagði hann. »þjer eigið sjálfirbörn,
sem ef til vill einhvern tíma verða komin upp á
annarra hjálp. Athugið það, áður en þjer fram-
kvæmið svo harðýðgislegan ásetning*.
»það gjöri jeg einmitt«, sagði húsráðandinn ön-
Ugur. »Jeg hugsa um börnin, og til þess að þau
svelti ekki, verð jeg að haga mjer svona og halda
hlutunum í reglu».
»Lofið honum að vera svo sem tvær- vikur enn.
það eru smámunir fyrir yður. Jeg skal sjá hon-
Um fyrir fæði. Guð veit, að jeg get ekki mikið
gjört fyrir hann. En þegar í raunirnar rekur, verð-
ur hver að liðsinna öðrum. Vægið honum. Lofið
mjer því«.
»Jeg er búinn að segja yður, að hann skal fara.
Jeg meina það, sem jeg segi«.
»Nei, þjer meinið eifct og segið annað, LagordeU
sagði hinn úthaldsgóði vinur minn. »þjer lesið
hvern dag faðir-vor og fullvissið forsjónina um,
hversu þakklátir þjer sjeuð fyrir þær velgjörðir, er
þjer meðtakið daglega. það getur sannarlega ekki
verið meining yðar, ef þjer rekið burt nauðstaddan
bróður, sem hlýtur að deyja ú? hungri, ef við
ekki hjálpum honum. Nei, skoðið þetta nir enn