Draupnir - 21.06.1891, Qupperneq 60
56
þræla til þess að gjöra þig hammgjusaman. Jeg
veit, að það getur orðið. Jeg finn það. Tiltrú
þín skal ekki verða til skammar*.
»Jeg veit, að þjer ílreiðanlega og ærlega berjizt
áfram. Um það er jeg vís«, sagði hann, »og jeg er
svikinn, ef þjer ekki gjörið kraptaverkn.
Daginn eptir gengum við gegn um borgina, og
fyrir myrkur vorum við búnir að útvega okkur
húsaskjól. þessum óeigingjarna manni og því, sem
hann lagði í sölurnar, á jeg allt að þakka. Við
vorum ekki búnir að vera lengi saman, þá er hann
var búinn að veiða upp úr mjer allt um ástand
mitt, og hvað jeg ætlaði fyrir mjer. Hann veiddi
mig með svo mikilli kurteisi og góðvild, að hinir
allra-menntuðustu menn hefðu mátt öfunda þennan
almúgamann af því. Hann hafði, svo sem jeg og svo
sem vjer allir, takmark, sem hann stefndi að,—eina
uppáhalds-ósk, sem hann vonaði, að einhvern tíma
rættist. Hann hafði í marga mánuði synjað sjer
um nokkura nautn, til þess á hverri viku að geta
aukið sjóð, sem hann hafði dregið saman í þeirn
tilgangi, að geta keypt sjer hest og vatnsstamp.
Hann átti nú þegar 200 franka, ' og þótt inntektir
hans væru litlar, gat hann þó haldið þessarri von,
er svo lengi hafði haldið honum upprjettum og
hresst hann í skorti og erviðleikum. En ekki
var hann fyrr búinn að kynna sjer ásigkomulag
mitt og hvað mig vantaði, en hann ákvarðaði sig
til að sleppa þessarri kærustu ósk sinni, tíl þess að
sjá mjer og framtíð minni borgið. Jeg taldi um
fyrir honum eptir megni. Eu það var sem að prje-
dika fyrir heyrnarlausum. Hann vildi ekki ljá mjer