Draupnir - 21.06.1891, Qupperneq 62
58
hyggjuseimi gjörði mjer opt kinnroða, en hann sef-
aði mig jafnan aptur með því að benda mjer til
ökomna tímans, og sagðist þá vonast eptir endur-
gjaldi fyrir umönnun sína og ást. Hverju gat jeg
svarað til alls þessa? Engu öðru en því að endurtaka
loforð mitt um að yfirgefa hann aldrei, aðberjast með
öþreytandi iðni og kostgæfni fyrir því, að reyna sem
fyrst að ná takmarkinu, og heita því, að hann skyldi
verða hluttakandi í öllum heiðri mínum. Sá tími
kom þó, sem neyddi mig til þess um stundarsakir
að yfirgefa hann. Jeg gekk nefnilega sem frívilj-
ugur og launalaus inn á Hotel Dien. Skilnaður-
inn var sár, einkum fyrir veslings vatnsberann, sem
óttaðist fyrir að missa mig fyrir fullt og allt. Jeg
fullvísaöi hann um staðfestu mína, og huggaði
hann með því, að jeg ætti enn eptir að taka
seinasta prófið, og til þess að geta það, þurfti jeg
á nokkurum peningum að halda. Hann iofaði að
hafa þá til, þegar jeg þyrfti, og bað mig umfram
allt að hlífa kröptum mínum og leita mjer hugg-
unar og styrks í trúarbrögðunum, því aðþjerverð-
ið að vita það, að Sebastian var guðhræddur maður
og vel kristinn.
jþegar jeg var kominn inn á sjúkrahúsið, reyndi
jeg að innvinna mjer nokkuð, og var heppinn með
það. Eptir nokkura mánuði var jeg búinn aðinn-
vinna mjer nokkurn sjóð, og þótti mjer vænna um
hann en nokkura peninga aðra, sem jeg hefi eign-
azt. Hann var í rauninni lítill, en þó nægilegur
til þess að kaupa hinn lengi þráða dýrgrip, hest
og vatns3tamp. Jeg ók með þetta heim til hans.
Og þá er jeg stóð fyrir framan hann, gat jeg ekki