Draupnir - 21.06.1891, Page 66
62
til þess að hafa Jean Sebastians auðmjúku og óbif-
anlegu trú«.
Við vorum komnir að húsdyrum barónsins. Hann
hjelt í hönd mjer. Hann tók í hana, þegar hann
kvaddi mig. Jeg þrýsti hönd hans með innilegri
hluttekningu og sagði: »0g hvers vegna, vinur
minn! skyldi þessa öfundarverða blessan ekki geta
orðið yðar hlutdeild?«
»Af því að jeg ekki get neitað sannfæringu minni;
af því viljinn getur ekki ráðið yfir trúnni; af því
jeg veit of mikið og of lítið ; af því jeg hvorki get
gripið skuggann nje sjeð greinilega við dagsins ljós
þokureifaðan, en fagran og girnilegan, næturdraum.
Nvi hefi jeg sagt yður ástæður mínar. Og nú skul-
urn við ekki framar minnast á þetta!«
Og við minntumst heldur aldrei framar á þetta.
Eptir þetta komumst við aldrei í neinar guðfræðis-
legar þrætur. Baróninn hætti að hæðast að trúnni,
og hið góða málefni þurfti aldrei minnar veiku
varnar við. Hvort baróninn hefir nú farið að
sjá, að þegar á allt væri litið, væri það rangt
ályktað af sjer, að skopast að trúarbrögðunum, en
þó eigi að síður að halda áfram kirkjugöngu sinni,
eða hvort ný og betri hugmynd um eðli trúarinnar
hefir þá þegar verið farin að frjóvgast í brjósti
hans, get jeg ekki um sagt. En það var mjer
mikil huggan, að hann upp frá þeirri stund aldrei
rjeðst á trúarbrögðin. Ekkert raskaði nú sam-
hljóðan hjartna okkar nje þeirri hjartanlegu vin-
áttu, sem var á milli kennarans og lærisveinsins.
það var hjer um bil ári eptir að jeg á þennan
áðurgreinda hátt náði lyklinum, sem opnaði og