Draupnir - 21.06.1891, Page 70
Eva.
J>ýdd saga.
Jeg hafði nærri því f tuttugu ár ekki komið í
höfuðborgina nema fáein augnablik. En nú brun-
aði jeg í gegn um Eyrarsund fram með Norður-
Sjálands fögru ströndum og gekk á land við toll-
búðina. þar stóðu þúsundir af mönnum, til þess
að taka á móti þeim, sem komu. Margir tóku ofan
og heilsuðu hinum nýkomnu með vinabrosf. En
enginn heilsaði mjer. Augu mín leituðu árangurs-
laust að vini eða kunningja. Allir voru mjer ókunn-
ugir, og jeg varð var við, að jeg var kominn á
meðal nýrrar kynslóðar með æskuárin á baki, én
ellina fram undan. Jeg gekk í gegn um gömlu göt-
urnar og í þeim voru nýir innbúar. Að sönnu bar
jeg óljós kennsl á fáein andlit, sem mættu mjer á
veginum, en jeg mundi ekki eptir, hvað þeir hjetu,
og þorði því ekki að ávarpa þá, og mjer virtust
þeir vera of gamlir til þess að geta verið þeir vinir
mínir, sem jeg hafði geymt óbreytta í huga
mínum í öll þessi ár. Jeg kom þangað, sem jeg
ætlaði mjer að dvelja. jpað var tekið á móti mjer
með kaldri kurteisi. Jeg gekk upp í herbergi mitt,
bað um tevatn, og um brauð og smjör, en naut þó