Draupnir - 21.06.1891, Qupperneq 71
67
einskis, og studdist fram á hendur mínar og and-
varpaði einu sinni eða tvisvar, stóð aptur upp,
horfði í spegilinn, þerraði augun og tók eptir tveim
hrukkum í kring um munninn, sem jeg ekki fyrr
hafði tekið eptir, og að hárið var farið að grána
yfir gagnaugunum, hló þá að sjálfum mjer, fór að
klæða mig i önnur föt, og gekk að því búnu á
sjónleik.
Um síðir;hugði jeg mig þá heima, ekki af því, að
jeg væri heppnari í því að finna fornvini mína, held-
ur af því, að mjer sýndist hjer svo skemmtilegt.
Efni leikjarins var götulífssýning. Millibilið milli
áhorfandanna og þeirra, sem ljeku, var nú alskipað
fólki, og töluðu leikendurnir stundum við það,
hlógu, mæltu af munni fram, o. s. frv., og bættu
þannig með eiginni uppfundningu andlega fátækt
leikritshöfundarins. Já, menn, sem ekki voru á
meðal leikandanna, korau jafnvel fram og ljeku
gestarollur. Einn þeirra þekkti jeg undir eins og
þeir, sem sátu við hliðina á mjer, sögðu mjer, hverjir
hinir voru,
1 stuttu máli — allt var svo hversdagslegt, svo
þægilegt, svo fjörugt, svo blátt áfram, að jeg að
síðustu gleymdi alveg, að jeg var á sjónleik-
Missýningin gekk fram úr öllu hófi. Jeg gat
ekki annað en látið ánægju mína hátt og heyran-
lega í ljósi. Gamall nöldrunarseggur, sem sat rjett
fram undan mjer, sagði við mig þegar þátturinn
var úti: »Fyrir hvorum voruð þjer að klappa
herra minn! leiköndunum eða höfundinum?«
Jeg hugsaði mig um og svaraði: »Fyrir leik-
5*