Draupnir - 21.06.1891, Page 74
70
þú heim með mjer!« »|>að er eitt af hinu sjald-
gæfasta«., svaraði jeg«, sem þú getur sýnt mjer, og
ef þú talar í óbundnu máli, kæri jeg mig ekki um
að sjá nein listaverka-herbergi, myndahallir eða
nokkur önnur gæði hjer í borginni. Um hvert leiti
á morgun á jeg að fá að sjá paradísina þína, — því
að nú sef jeg ekkert í nótt ?«
»K1. 7 keyrum við út á landið«, sagði hann. »Get-
urðu komið með mjer?« Jeg samþykktist því. Að
því búnu buðum við hvor öðrum góða nótt og hvor
fór heim til sín. Svo sem jeg sagði, svaf jeg lítið,
og ef jeg blundaði, dreymdi mig um eitthvert
glingur, sem jeg man eptir, að var til, þegar jeg
var á 16. eða 17. árinu, en sem jeg aldrei fyrr
hafði rnunað eptir. þ>egar klukkan sló 6 morguúinn
eptir, stóð jeg við dyrnaráhúsi vinar míns. »Júst-
izráð S........« var fagurlega grafið á glóbjarta
málmplötu á hurðinni, og af því sá jeg, að jeg
hafði farið rjett. Jeg klappaði á dyrnar. Silfur-
skær raust — skáldlega mælt — Ijómaði fyrir inn-
an: »Kom inn!« Jeg lauk upp. Ljómandi fögur
kona með gula silkimjúka lokka stóð þar með stórt
sjal yfir sjer, og var að klæða stálpaða stúlku, sem
var eins falleg og hún sjálf. »Er faðir yðar heima?«
sagði jeg við konuna. Hún brosti og sagði: »Viljið
þjer tala við jústizráð S.....?« Jeg hneigði mig því
til samþykkis. »þá skal jeg undir eins kalla á
manninn minn«, sagði hún og sveif þegar inn í
hliðarherbergi og kom undir eins aptur með vin
minn. Hann vafði öðrum handleggnum um hana,
en heilsaði mjer með hinni hendinni.
»Hjer sjerðu jústizráðs-frú /S........., hina full-