Draupnir - 21.06.1891, Side 75
71
komnustu konu í Ivaupmannahöfn, og þetta er
herra P ... . Sp . . ., merkilegasti kertasteypu-
maður á Jótlandú, sagði hann við konu sína, —
»og þetta er dóttir. mín«, hjelt hann áfram og
benti á stálpaða stúlku, »og hjer« — í þessu komu
tveir drengir inn; aunar var dálítið stærri — »stend-
ur Kristján S......... greindasti drengurinn í meg-
inskóla borgarinnar, og þarna sjerðu Lútta litla,
sem er skemmt eptirlætisgoð. Hann er nú í dag
sjö ára. Svona þýðingarmikill dagur má ekki líða
eptirtektalaust, og þess vegna skulum við halda
hann hátíðlegan úti í guðs grænni náttúru«. Jeg
var nú orðinn nokkurs konar meðlimur þessarrar
hamingjusömu fjölskyldu. Tíminn leið eins og mín-
útur, og vagninn beið við dyrnar. Við keyrðum
út strandveginn. Skammt frá Skarlottulundi lá
skemmtigarður vinar míns. þá er við keyrðum
þangað heim, benti frú S..........mjer á græna
flöt, sem tvær stórar eikur breiddu laufkrónur sín-
&r yfir, og var hún öll umgirt, og lá lítill gras-
bekkur upp að eikarstofnunum. Hún tók þá í
höndina á manni sínum og þrýsti henni með engil-
fögru brosi að vörum sjer. Hann gjörði það sömu-
leiðis, og þannig kysstu þau mörgum sinnum hend-
urnar hvort á öðru.
»Ef þessar eikur«, sagði jeg, »hefðu mál, myndu
þær geta sagt okkur um sætleika hinna fyrstu kossa,
nm morgunroða elskunnar og um ævarandi ást«.
»§ú hæfir ekki markið, vinur minn!« sagði S.......
brosandi, »en það gæti vel verið, að trjen gætu sagt
frá einhverju jafnmerkilegu. Má jeg, Eva«? sagði
hann við konu sína. Hún hneigði sig blíðlega til