Draupnir - 21.06.1891, Page 76
72
samþykkis, en snöri sjer að því búnu til mín og
sagði kýmin : »En ef hinn jótlenzki vinur þinn
tæki upp á því að steypa sögu úr því, sem þú
ætlar að segja honum?« »það gjörir ekkert til, ef
hann nefnir ekkert nafn?« »Ó, guð hjálpi mjer!«
hrópaði frú S......skyndilega. tþekkir þú hana,
Eva?« spurði vinur minn. »Jómfrú 0........, svar-
aði hún stillilega og hristi fagra höfuðið af með-
aumkvan. Jeg horfði út úr vagninum. |>ar gekk
þá tötralega klædd kona með körfu á handleggnum.
»Hún þarna hefir þekkt betri daga«, sagði S......
og varpaði mæðilega öndinni. »Hver mundi nú geta
sjeð á henni, að hún hefði verið tilbeðin daníileika-
drottning í öllum danzsölum fyrir tuttugu árum, og
að hún hefði þá getað snúið öllum augum til sín á leik-
húsinu? En hyggindalaus og dyggðarlaus fegurð er
sorgleg gáfa«. Vagninn stanzaði. Við stigum út
úr honnm og borðuðum árbita í aldingarðinum.
f>á tók vinur minn í handlegginn á mjer og leiddi
mig aptur á hinn fyrrnefnda umgirta blett við veg-
inn. Við settumst á grasbekkinn og hann sagði
mjer eptirfylgjandi sögu.
»f>egar við skildum síðast... Manstu eptir, að jeg
hafði þá lokið prófi í lögfræði með beztu einkunn.
Jeg var þá 21 árs gamall og var búinn að afljúka
embættislærdóminum, ef jeg má nefna það þannig.
|>á hafði jeg fengið talsverðar eignir að erfðum og
þurfti eiginlega ekki að vinna mjer brauð. Jeg
var þá, svo sem jeg er enn, glaður og heilsugóður
bæði á sálu og líkama.
Mig vantaði heldur ekki hjarta. En allt að þessu
hafði jeg verið herra yfir því. En mjer þótti tími