Draupnir - 21.06.1891, Page 82
78
uga, brennheita ást. En það brást. Við geng-
um, eða rjettara sagt: forlögin báru okkur út á
strandgötuna.
Jeg leiddi hana, og augu mín hvíldu með ánægju
á hendi hennar, sem studdi sig með trausti við
handlegginn á mjer. Jeg stundi. Hún stundi.
Næturgalinn söng. Hjarta niitt tók að slá hraðara.
þá heyrðum við rjett hjá okkur: »Mam, mam !
Mam, mam!« það var litli fátæki drengurinn, sem
þekkti mig og rjetti að mjer litlu hendurnar.
Systir hans sat eins og hún var vön og horfði
þegjandi, en með þunglyndisbrosi, til mín.—»f>etta
eru ógeðslegir ungar!« sagði Lára lágt.
þetta var vatn, sem kældi eldinn í hjarta mínu.
Jeg dró að mjer handlegginn og fór ofan í vasa
minn og gaf hvoru af börnunum silfurskilding.
Stúlkan tók með báðum höndum utan um höndina
á mjer og kyssti hana mörgum sinnum, en dreng-
urinn kastaði skildingnum sínum á jörðina og
heimtaði kringlur. Jeg hryggðist með sjálfum mjer
yfir því, að hafa gleymt þeim svo lengi, og einsetti
mjer nú að bæta bæði fljótt og vel úr þessu skeyt-
ingarleysi mínu.
•Kauptu brauð handa honum bróður þínum«,
sagði jeg við stúlkuna. »Jeg skal annaðhvort í dag
eða á morgun vitja um hann afa ykkar«.
Tárin runnu niður um kinnarnar á henni og hún
gat engu orði komið upp, en tók drenginn í fang
sjer, og skundaði fram eptir veginum. Barnið
horfði yfir herðarnar á henni til mín og rjetti að
mjer höndina grátandi.