Draupnir - 21.06.1891, Blaðsíða 83
79
Lára Ijek sjer að sólhlífinni sinni og sagði spyrj-.
andi, en leit í aðra átt:
•Hafið þjer lengi þekkt þessi börn, herra skrif-
ari?« »Ó já, fröken góð!« sagði jeg. »En jeg þarf
ekkert að skammast mín fyrir að þekkja þau. Jeg
hefi einungis gefið þeim nokkurum sinnum smá-
ræði og þess vegna þekkja þau mig. Astand þeirra
er aumkvunarvert«. Hún snöri sjer við og sagði
blíðlega : «Meðaumkvan er himinborin dyggð«.
Orðin voru fullfalleg. En mjer virtist málróm-
nrinn vera ósamsvarandi. Jeg var hreint utan við.
lrng. Jeg held nærri því, að jeg hafi þó hneigt
mig til viðurkenningar lofsorðinu. Jeg rjetti henni
aptur handlegginn og við gengum heim. Greifinn
var þá kominn og var þá glaður og fyndinn, og
ha,fði það áhrif á okkur bæði, en sitt upp á hvorn
hátt. Lára gladdist, en jeg hryggðist. Hún hló,
eu jeg stundi, og svaraði ósamstætt og raugt, í
hvert skipti sem þau snöru ræðu sinni til mín.
Oagnst.æðar tilfinningar börðust á í brjósti mínu,
°g jeg óttaðist, að þær yrðu ofurefli mitt, og gjörði
þess vegna það, sem í þessum kringumstæðum var
hið langhyggilegasta, nefuilega að fara í burt. A
heimleiðinni lagði jeg hinar alvarlegustu spurningar
fyrir mig áhrærandi skapferli hinnar fögru Láru,
°g til mikillar sorgar fyrir hið ástfangna hjarta
mitt, gat 8kynsemin ekki svarað þeim ánægjanlega.
J0g staldraði við þennan grasbekk, og endurtók
ósjálfrátt orð hennar: »Andstyggilegir ungar!« o.
8- fvv. »Jeg ætla mjer þó að endurnýja kunnings-
skapinn, sem hneykslaði þig«, hrópaði hjarta