Draupnir - 21.06.1891, Síða 86
82
saman«, sagði jeg, »meðan guði þóknast. Jeg skal
sjá um ykkur, góði, gamli maður? f>jer megið
vera rólegur og ánægður bæði yðar vegna og barn-
anna. Jeg veit af góðum samastað fyrir ykkur
hjá einum af vinum mínum, sem býr hjerna úti á
landinu. f>ar þurfið þjer hvorki að vinna að mold-
arverki eða biðja beininga, en megið vinna í hægð,
eptir því sem kraptar yðar leyfa.og einkum hjálpa til
að veiða í fiskitjörnunum og í litlu stöðuvatni, sem
er nálægt biígarðinum«. »Guð gleðji yður, kæri
herra ! bæði hjer og í öðru lífi!» sagði hann mjög
hrærður. »Ef jeg má ekki deyja í fátæklega kof-
anum mínum, þá getur ekki betur farið um mig,
og sökum veslingsbarnanna er það líka gott«.
Jeg stakk nokkurum seðlum í höndina á gamla
manninum, og fór nærri því glaðari en hann var.
Mágur minn, sem var giptur elztu systur minni,
átti þá búgarðinn, sem hann enn býr á, sem stend-
ur við Sóreyjar landamæri. Jeg vissi, að hann
þurfti að fá sjer sjómann. Og jeg vissi líka, að
hann hafði bæði efni og vilja til að láta sjer farast
vel við þessa veslingsþurfarnenn. Endir eins og
jeg gat komið því við, ferðaðjst jeg til þeirra hjóna
til þess að tala út um þetta tið þau. Gamli mað-
urinn átti að dvelja á búgarðinum, og menntan og
uppfóstur barnanna ætluðu þau að annast.
f>essi ferð mín varaði viku. Og þá er jeg kom
heim, hafði jeg svo mikið að gjöra, að jeg gat ekki
í næstu átta dagana heimsótt gamla manninn eða
Láru, og við þessa löngu burtveru hafði ást mín
til hennar fengið endurnýjaðan styrkleika. Jeg
fór um síðir á stað á sunnudagsmorgni, og eins og